Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1329216057

  Stærðfræði - deildun og markgildi, vísis- og lograföll
  STÆR3DM06
  20
  stærðfræði
  deildun, markgildi
  Samþykkt af skóla
  3
  6
  Efni áfangans er vísis- og lograföll, markgildi og deildun algengra falla. Fjallað er um deildun og markgildi í sögulegu samhengi og hagnýt verkefni sem leysa má með deildareikningi.
  Að nemandi hafi lokið áfanganum STÆR3HO06.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • raunföllum, þekki til vísis- og lografalla
  • markgildum falla og kannist við samfelldnihugtakið
  • deildareikningi og kunni helstu reiknireglur um deildun
  • notkun deildareiknings til að kanna föll
  • lausnum jafna sérhæfðra falla s.s. á hornafalla- og lograjöfnum
  • deildun falla s.s. vísisfalla, lografalla og samsettra falla
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skeyta saman einföld föll og reikna út skurðpunkta, og hallatölur snertla við föllin
  • reikna einföld markgildi og sjá hvort fall af einfaldri gerð sé samfellt og/eða deildanlegt
  • leysa há- og lággildisverkefni og önnur venjuleg verkefni sem krefjast notkunar á afleiðu, s.s. í sambandi við hraða og hröðun
  • vinna með afleiður til að leiða út formúlur fyrir afleiður falla
  • nota stærðfræðiforrit við lausn verkefna
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar skipulega og geta rökstutt og skýrt niðurstöður sínar við aðra
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu ýmissa verkefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • beita skipulegum aðferðum við að vinna með ýmis viðfangsefni og geta notað jöfnur við lausn þeirra.
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Meðaltal stærri heimaverkefna (30%) Meðaltal kaflaprófa 50%. Meðaltal smærri skila- og tímaverkefna (15%) Mat kennara á vinnu nemenda, vinnubrögðum og framförum (5%)