Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1329218309

  Stærðfræði - fylkjareikningur, breiðbogaföll og tvinntölur
  STÆR3FT06
  21
  stærðfræði
  breiðbogaföll, fylkjareikningur, tvinntölur
  Samþykkt af skóla
  3
  6
  Breiðbogaföll, varpanir, pólhnitakerfi, tvinntölur, diffurjöfnur, fylkjareikningur og línuleg jöfnukerfi, sannanir.
  Að nemandi hafi lokið áfanganum STÆR3HE06
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • breiðbogaföllum, vörpunum, pólhnitakerfinu, tvinntölum
  • einföldum 2.stigs diffurjöfnum
  • einföldum fylkjareikningi
  • línulegum jöfnukerfum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • diffra og heilda breiðbogaföll
  • finna rúmmál snúða, bogalengd og yfirborðsmál
  • varpa á ýmsa vegu
  • nota pólhnit
  • leysa diffurjöfnur á öðru stigi
  • reikna einfaldan fylkjareikning og leysa línuleg jöfnukerfi
  • nota tvinntölur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • orða kunnáttu sína og útskýra niðurstöður sinna útreikninga í samræðum um efnið við kennara og bekkjarfélaga
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • greina frá hvar og hvernig námsþættir eru nýttir í raunverulegum aðstæðum
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Meðaltal skilaverkefna t.d heimadæma 40%. Meðaltal tímaverkefna og prófa 50%. Mat kennara á vinnu nemenda, vinnubrögðum og framförum 10%.