Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353496565

    Ferðalög og saga
    SPÆN1FS05
    16
    spænska
    ferðalög, saga, stig a2 - b1 í evrópska tungumálarammanum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum verður byggt ofan á þann grunn sem lagður var í SPÆN1DA05. Orðaforði mun aukast umtalsvert og ráði nemendur við flóknari og fjölbreyttari texta. Bætt verður við málfræðiatriðum er auka munu hæfni nemenda í að tjá sig í ræðu og riti um líðandi stund og liðna tíð. Nemendur læri að tjá sig með flóknari hætti um skoðanir sínar, skipuleggi og tali um ferðalög innanlands sem og í spænskumælandi löndum, tjái sig um mismunandi áætlanir og ferðamáta, kosti, galla og hættur sem þeim geta fylgt. Aukin innsýn í matarmenningu, listir, kvikmyndir og þjóðlíf.
    SPÆN1DA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem er nánar tiltekinn í leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • fleiri atriðum er varða framburð, hljómfall, stafsetningarreglur og orðaröð nánar tiltekið í leikni- og hæfnisviðmiðum áfangans
    • mismunandi búsetuformum fyrr og nú, menningu, matarvenjum, aðstæðum og samskiptavenjum hinna ýmsu spænskumælandi landa
    • aðstæðum íbúa spænskumælandi landa, t.d. er varðar straum til vestrænna landa
    • merkilegum sögulegum atburðum í spænskumælandi löndum
    • flóknari tjáningu og samskiptum í mæltu og rituðu máli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • spyrja og leiðbeina varðandi ferðalög innanlands og utan
    • tjá sig í ræðu og riti (dagbók) um allt það helsta sem gert er daglega; hvað er gert, hvenær, hvernig, ferðamáti, fög, skólinn, vinnan, matur, föt, litir, munstur, matmálstímar, fæða, fjölskyldan, tómstundir, áhugamál, íþróttir o.fl.
    • skilja innihald t.d. mataruppskrifta, bóka og blaðagreina
    • skilja stutta umfjöllun, textabrot og ljóð þekktra rithöfunda, listmálara og ljóðskálda
    • skilja og geta notað samskiptamáta; sent bréf/ tölvupóst um þekkt málefni
    • geta greint er frá atburðum og lýst tilfinningum
    • nýta sér málfræðileg atriði s.s. atburðaþátíð, núliðna tíð, lýsingarþátíð, þáliðna tíð, lýsingarhátt nútíðar, persónufornöfn í beinu og óbeinu andlagi, lýsingarorð og stigbreytingu, o.fl. til að auka færni í rituðu og mæltu máli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ráða við kringumstæður sem tengjast efni áfangans
    • skiptast á skoðunum varðandi þekkt málefni
    • höndla í ræðu og riti helstu atriði er snerta daglegt líf og skoðanir
    • bjarga sér á spænsku við kringumstæður sem komið geta upp á ferðalögum
    • þekkja til merkisverðra atburða og persóna í spænskumælandi löndum
    • leysa viðfangsefni einir eða í samstarfi og með réttum hjálparmiðlum
    • þróa með sér aga og metnað til að auka þekkingu og getu í spænsku
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.