Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1353517320

  Leikfélag fljótsdalshéraðs
  LEIK1LF10
  6
  leiklist
  uppsetning á söngleik með leikfél. fljótsdalshérðas
  Samþykkt af skóla
  1
  10
  Þátttaka í uppsetningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á stóru verkefni. Nemendur taka að sér þau hlutverk sem þeim er úthlutað í leik, tónlistarvinnu eða útlitshönnun sýningarinnar og vinna að þeim. Æfingatímabil verður 6 – 8 vikur og sýningar í kjölfar þess.
  SVIÐ1GT05 eða LEIK1ÞJ05 eða þátttaka í leiklistarstarfsemi í grunnskóla, leiklistarnámskeið eða Þjóðleikur í heimabyggð.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu þáttum vinnuferlis við stórar og umfangsmiklar leiksýningar
  • sérþekkingu á mismunandi þáttum ferlisins, eftir því hvaða þáttum í ferlinu þeir sjálfir sinna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fara að fyrirmælum leikstjóra eða verkefnastjóra viðkomandi hönnunarsviðs sýningarinnar
  • sýna sjálfstæði og skapandi hugsun í lausnavinnu ýmissa verkefna sem tengjast uppsetningu stórra leiksýninga
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • takast á hendur verkefnastjórnun og umsjón ýmissa ferla í leikhúsvinnu
  • beita ýmsum vinnuaðferðum sem leikstjóri notar í vinnu sinni
  Árangur nemenda verður metinn eftir mætingu, stundvísi, ástundun og atorkusemi við úrlausnir á þeim verkefnum sem þeim eru falin í verkefninu.