Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353598305

    Blak
    ÍÞRG3BL02
    1
    íþróttagrein
    blak
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í blaki. Sérstök áhersla verður á krakkablak sem undirstaða undir blakið sjálft. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Farið er yfir reglur í greininni. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallar færni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í smáar einingar og leikæfingar. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Nemendur æfa sig að kenna hvort öðru blak og krakkablak. Efnisatriði: Blak, krakkablaks reglur, krakkablak stig 0-3, blak fyrir börn að 9 ára aldri, blak fyrir 10-12 ára, blak fyrir 12 ára og eldri, helstu reglur, æfingasöfn, grunnæfingar, fingurslag, fleigur, dýfa, skellur, hávörn, útfærslur af spili, leikæfingar, leikgreiningar.
    ÍÞRF2ÞJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tileinka sér helstu þjálfunaraðferðir í blaki
    • kenna fjölbreyttar tækni og leikæfingar í blaki
    • vita um þann mun sem er á þjálfun barna og fullorðinna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kenna leikfræði blaks
    • beita flautu og dæma blakleiki
    • sýna grunn færni í krakkablaki
    • sýna grunn færni í blaki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðbeina börnum og unglingum í blaki og krakkablaki
    • útskýra helstu leikræðileg atriðið blaks fyrir iðkendum
    • skipuleggja þjálfun fyrir börn og unglinga í blaki
    • nýta sér upplýsingatækni við skipulag blakþjálfunar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.