Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði handknattleiks. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur.Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í smáar einingar, leikæfingar. Áfanginn er bóklegur og verklegur.Nemendur þjálfist í kennslu handknattleiks.
Efnisatriði:
Handknattleikur, tækni, kast- og griptækni, skot og skottækni,sveifluskot frá axlarhæð, undirhandarskot, stökkskot,stökkskot inn af línu, fallskot, kringluskot, stökkskot yfir vörn, stökkskot úr horni, knattrak, knattrak þar sem bolta er skýlt, hratt knattrak, leikfræði, sóknarleikur, hraðaupphlaup, klipping, stimplun, hindrun, leikkerfi,varnarleikur, varnaraðferðir, leikvöllur, leikreglur. Leikreglur, dómgæsla. Æfingaáætlun, skipulag æfingatíma.
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
því hvernig börnum er leiðbeint í handknattleik
kennslu knatttækni
kennslu leikfræði
muninum á þjálfun barna og fullorðinna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja þjálfun fyrir börn og unglinga
beita flautu og dæma handknattleik
taka þátt í fjölbreyttum tækni- og leikæfingum í handknattleik
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér upplýsingatækni við skipulag handknattleiksþjálfunar
tileinka sér helstu þjálfunaraðferðir í handknattleik
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.