Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353599090

    Knattspyrna
    ÍÞRG3KN02
    3
    íþróttagrein
    knattspyrna
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í knattspyrnu. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í smáar einingar, leikæfingar. Nemendur þjálfist í kennslu knattspyrnu. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Efnisatriði: Knattspyrna. Knatttækni: tækniþjálfun, innanfótarspyrna, ristarspyrna, innanverð ristarspyrna, utanverð ristarspyrna,hælspyrna, móttaka, mótttaka með ýmsum líkamshlutum,knattrak, leikbrellur, að skýla bolta, sköllun, sköllun eftir uppstökk, tækling.
    ÍÞRF2ÞJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leiðbeina börnum í knattspyrnu
    • muninum á þjálfun barna og fullorðinna í knattspyrnu
    • helstu þjálfunaraðferðum í knattspyrnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kenna knatttækni í knattspyrnu
    • kenna leikfræði knattspyrnunnar
    • beita flautu og dæma knattspyrnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna fjölbreyttar tækni- og leikæfingar í knattspyrnu
    • skipuleggja þjálfun fyrir börn og unglinga
    • nýta sér upplýsingatækni við skipulag knattspyrnu-þjálfunar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.