Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði körfuknattleiks. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur.Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræðibarna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur ísmáar einingar, leikæfingar. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu körfuknattleiks.
Efnisatriði: Körfuknattleikur, knatttækni, tækniþjálfun, kast- og griptækni, sniðskot, stökkskot, knattrak, gabbhreyfingar, hindranir, hraðaupphlaup, einn á móti einum, maður á mótimanni, svæðisvörn, leikskipulag, sérhæfð þolþjálfun, leikreglur, teygjur, liðkun. Dómgæsla. Æfingaáætlun, skipulag æfingatíma.
Framkvæmd: Bókleg og verkleg, þar sem megináhersla er lögð á æfingakennslu nemenda, ásamt því að horfa á og taka þátt í þjálfun yngri flokka Hattar í körfuknattleik.
Nemendur munu einnig spreyta sig á leikgreiningu í körfuknattleik.
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu þjálfunaraðferðum körfuknattleiks
þeim mun sem er á þjálfun barna og fullorðinna
helstu leikreglum í körfuknattleik
leikfræði og helstu tækniaðferðum í körfuknattleik
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
framkvæma helstu tækniatriði körfuknattleiks
kenna helstu tækniatriði körfuknattleiks
kenna leikfræði körfuknattleiks
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita flautu og dæma körfuknattleik hjá börnum og unglingum
þjálfa og skipuleggja þjálfun fyrir börn og unglinga í körfuknattleik
nýta sér upplýsingatækni við skipulag körfuknattleiksþjálfunar
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.