Farið er yfir mikilvægi upphitunar fyrir líkamlega þjálfun og unnið með æfingar og leiki sem henta fyrir líkams- og heilsurækt eða mismunandi íþróttagreinar. Farið er yfir það helsta sem á sér stað í líkamanum við upphitun og þá kosti sem góð upphitun hefur í för með sér. Í áfanganum er einnig fjallað um þol og þolþjálfun og hvernig byggja megi upp og viðhalda þoli. Farið er yfir muninn á loftháðri og loftfirrtri þolþjálfun auk þess sem farið verður yfir almennt og sérhæft þol tengt ýmsum íþróttagreinum. Þá verða nemendum kynntar aðferðir til mælingar á þoli.
Efnisatriði bókar – Þjálfun Heilsa Vellíðan.
Upphitun, almenn upphitun, sérhæfð upphitun, óvirk upphitun, hjartsláttur, púls, líkamshiti, teygjuæfingar, þol, þolþjálfun, grunnþol, sérhæft þol, loftháð þol, loftfirrt þol, loftháð orkumyndun, loftfirrt orkumyndun, mjólkursýra, þjálfunarástand, þjálfunarpúls, hvíldarpúls, hámarkspúls, þjálfunaraðferðir, hraðaleikur.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi upphitunar fyrir árangur í íþróttum
helstu áhrifum upphitunar á líkamann
þoli og mismunandi þolþjálfun, bæði loftháðri og loftfirrtri
hvernig skuli byggja upp eigið líkamsþol
mikilvægi þolþjálfunar fyrir hjarta og blóðrásarkerfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meta eigið líkamsástand
útbúa æfingaáætlun sem miðast við að auka grunnþol sitt
taka þátt í sérhæfðri þolþjálfun íþróttagreinar
nota góða vinnutækni og vinnustellingar
efla á markvissan og einstaklingsbundinn hátt líkamshreysti og þrek
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leysa af hendi verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda og bæta grunnþol
útfæra fjölbreytta upphitun fyrir líkams- og heilsurækt
framkvæma eigin þjálfáætlun sem miðar að því að auka líkamlegt þol
nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu
Eitt verkefni, eitt próf og auk þess þarf að skila vinnubók. Verkefni og upplýsingar er hægt að nálgast á Moodle.