Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353685135

    Hreyfing og heilsurækt
    ÍÞRÓ1HR01
    14
    íþróttir
    heilsurækt
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Meginviðfangsefni áfangans er fjölbreytt líkamsrækt þar sem áhersla er lögð á kraft- og þolæfingar. Áfanginn inniheldur mismunandi þætti, s.s. knattleiki, hlaup, þrekþjálfun og sund. Efnisatriði áfangans: Líkamsrækt, heilsurækt, upphitun, almenn upphitun, hjartsláttur, púls, teygjuæfingar, þol, þolþjálfun, grunnþol, loftháð þol, loftfirrt þolþjálfun, loftháð þolþjálfun, mjólkursýra, þjálfunarástand, þjálfunarpúls, hvíldarpúls, hámarkspúls, þjálfunaraðferðir, hraðaleikur. Kraftur, kraftþol, hámarkskraftur, kraftþjálfun, stöðvaþjálfun, hringþjálfun, beygjur, réttur, vöðvar, kviðvöðvar, liðleiki, hreyfanleiki, liðir, liðamót, bönd, spennu- og teygjuaðferð, slökun, öndun, slökunartækni, slökunarstaða, líkamsstaða.
    Fjórir íþróttaáfangar: ÍÞRÓ1UÞ01, ÍÞRÓ1SL01, ÍÞRÓ1SS01 og ÍÞRÓ1LH01
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttri líkams- og heilsurækt í formi ýmissa leikja og íþrótta
    • aðferðum til líkamsræktar í mismunandi umhverfi
    • æfingum og leikjum sem stuðla að jákvæðum samskiptum
    • leikjum sem stuðla að samvinnu og tillitssemi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa af hendi fjölbreytt verkefni sem snúa að þrekþjálfun
    • meta eigin líkamsástand gegnum mismunandi aðferðir
    • útbúa æfingaáætlun sem miðast við að auka þol og þrek
    • nota góða vinnutækni og vinnustellingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla á markvissan hátt líkamshreysti sína og þrek
    • útfæra fjölbreytta upphitun fyrir líkams- og heilsurækt
    • framkvæma eigin þjálfáætlun sem miðar að því að auka Þol og þrek
    • nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu
    Mæting og virkni liggja til grundvallar einkunn.