Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353922023

    Lesskilningur og málfræði
    DANS1LM05
    7
    danska
    lesskilningur, málfræði, stig a2 í evrópska tungumálarammanum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum áfanga er áhersla lögð á lestur fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Nemendur vinna hlustunaræfingar í tengslum við lesna texta. Undirstöðuatriði danskrar málfræði eru rifjuð upp. Auk þess er lögð mikil áhersla á að þjálfa nemendur í munnlegri tjáningu og ritun.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • algengum framburðarreglum (og tónfalli)
    • dönsku þjóðlífi og fengið aukna innsýn í skandinavíska menningu
    • notkun hjálpargagna svo sem orðabóka og leiðréttingarforrita
    • hvernig hann getur notað kunnáttu sína á íslensku máli og íslenskri málfræði til þess að auðvelda dönskunámið
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa texta um almenn efni og einfalda bókmenntatexta
    • skilja samtöl um algeng málefni
    • tjá sig skriflega í samfelldu máli um sjálfan sig, umhverfi sitt og þemum tengdum efni áfangans
    • beita grundvallaratriðum danskrar málfræði í ritun
    • segja frá efni sem hann hefur lesið eða kvikmynd sem hann hefur horft á
    • taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita eðlilegum málvenjum
    • nota orðabækur, upplýsingartækni og nauðsynleg hjálpargögn í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt
    • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í náminu
    • tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum
    • takast á við flestar algengar aðstæður í almennum samskiptum
    • tjá sig um hugðarefni sín munnlega og skriflega
    • skipuleggja nám og námsaðferðir við hæfi
    • þróa með sér aga og skipulögð vinnubrögð
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.