Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353928403

    Málfræði og orðaforði
    DANS2MO05
    13
    danska
    lesskilningur, málfræði, stig b1 í evrópska tungumálarammanum
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur lesa fjölbreytta texta um fréttatengd efni, danska menntakerfið og bókmenntatexta. Áhersla lögð á virkan og hagnýtan orðaforða. Farið verður í flóknari atriði málfræði og málnotkunar. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna. Nú er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur leggi fram verkefnamöppur í lok áfangans. Nemendur þjálfast í samræðutækni og að tjá afstöðu sína og skoðanir.
    DANS1LM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • dönsku þjóðlífi og menningu og hvernig danskan opnar aðgang að norræna menningarsvæðinu (menntun og atvinnulífi)
    • hvað er sameiginlegt og hvað er ólíkt með hinum norrænu þjóðum
    • orðaforða til undirbúnings áframhaldandi náms á Norðurlöndum
    • uppsetningu og skipulagi ritaðs máls
    • mikilvægi þess að beita mismunandi lestraraðferðum eftir tilgangi lesturs (dæmi: er verið að lesa nákvæmar leiðbeiningr eða auglýsingar í kvikmyndahúsi)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja eðlilegt talað mál við mismunandi aðstæður og algengustu orðasambönd
    • lesa fjölbreytta texta um ólík efni og beita þeim lestraraðferðum sem henta hverju sinni
    • tjá sig munnlega skýrt og með nokkru öryggi um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • rita texta af ólíkum gerðum (t.d. starfsumsókn, umfjöllun um skáldsögu eða kvikmynd, sendibréf o.s. frv.) og fylgja helstu málnotkunarreglum
    • beita meginreglum danskrar málfræði og setningafræði
    • túlka mismunandi bókmenntatexta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál svo sem samræður og fjölmiðlaefni
    • skilja inntak erinda og annars flóknara efnis sem hann hefur kynnt sér
    • afla sér upplýsinga úr margvíslegum rituðum textum svo sem blaðagreinum, bókmennta- eða fræðitextum
    • draga eigin ályktanir af textum og setja þær fram bæði munnlega og skriflega
    • taka þátt í daglegum samræðum við fólk sem hefur dönsku að móðurmáli
    • skiptast á skoðunum og tjá hugmyndir sínar á áheyrilegan hátt
    • halda undirbúnar kynningar blaðalaust fyrir áheyrendur
    • skrifa læsilega og málfræðilega rétta texta um valið efni á persónulegan og skapandi hátt
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.