Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353929113

    Menning og bókmenntir
    DANS3MB05
    7
    danska
    bókmenntir, menning, stig b2 í evrópska tungumálarammanum
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur lesa fjölbreytta texta, bæði fréttatexta þar sem þeir kynnast Danmörku dagsins í dag en einnig fræðilega og bókmenntalega texta svo nemendur kynnist þeim arfi sem menning Dana hvílir á. Einnig er lögð áhersla á að kynna Danmörku í myndum og máli með dönskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og hlustun á fréttir og umræðuþætti í dönsku útvarpi. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna. Áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna og um leið skapandi hugsun. Nemendur eiga að geta komið kunnáttu sinni til skila í ræðu og riti. Lokaverkefni áfangans getur t.d. verið á formi heimildaritgerðar, t.d. bókmenntaritgerðar, sem nemendur eiga að kynna í lok spannarinnar.
    DANS2MO05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • dönsku þjóðlífi og menningu og hvernig danskan opnar aðgang að norræna menningarsvæðinu (menntun og atvinnulífi) og hvað er sameiginlegt og hvað er ólíkt með hinum Norðurlandaþjóðunum
    • mikilvægi þess að beita mismunandi lestraraðferðum eftir tilgangi lesturs
    • orðaforða sem gerir nemandanum kleift að skilja fræðilega texta sem og daglegt mál
    • almennum málfræðireglum dansks máls svo hægt sé að rita skammlausan texta á dönsku
    • uppsetningu og skipulagi ritaðs máls og hvernig velja skal heimildir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja eðlilegt talað mál við mismunandi aðstæður en einnig flóknara talað mál og jafnvel umræður á dönsku
    • lesa fjölbreytta texta um ólík efni og beita þeim lestraraðferðum sem henta hverju sinni
    • tjá sig munnlega á dönsku um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • rita texta af ólíkum gerðum. Styttri texta svo sem starfsumsókn, auglýsingu, umfjöllun um skáldsögu eða kvikmynd, sendibréf o.s. frv. og lengri texta svo sem bókmenntaritgerð eða aðra fræðilega ritgerð þar sem leita skal heimilda og nota þær
    • fylgja skal helstu málnotkunarreglum við þessi skrif
    • beita meginreglum danskrar málfræði og setningafræði
    • túlka mismunandi bókmenntatexta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál svo sem samræður og fjölmiðlaefni
    • skilja inntak erinda og annars flóknara efnis sem hann hefur kynnt sér
    • afla sér upplýsinga úr margvíslegum rituðum textum svo sem blaðagreinum, bókmennta- eða fræðitextum
    • draga eigin ályktanir af textum og setja þær fram bæði munnlega og skriflega
    • taka þátt í daglegum samræðum við fólk sem hefur dönsku að móðurmáli
    • skiptast á skoðunum og tjá hugmyndir sínar á áheyrilegan hátt
    • halda undirbúnar kynningar blaðalaust fyrir áheyrendur
    • skrifa læsilega og málfræðilega rétta lengri texta um valið efni á persónulegan og skapandi hátt
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.