Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1353943783

  Málfræði og orðaforði
  ENSK2MO05
  15
  enska
  málfræði, orðaforði, stig b1 í evrópska tungumálarammanum
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Markmið áfangans er að nemendur æfi frekar þá málfræðiþekkingu sem þeir öðluðust í grunnskóla ásamt með ríkri áherslau á orðaforða. Nemendur munu kynnast menningu og málfari mismunandi enskamælandi landa. Margvíslegar greinar og bókmenntir tengdar þessum menningarsvæðum verða teknar fyrir til lestrar og umræðu. Áhersla verður lögð á sjálfstæð vinnubröð nemenda. Þá verða þeir einnig þjálfaðir í hópvinnu. Samskiptahæfni verður þjálfuð með því að nemendur þurfa að rökstyðja skoðun sína bæði í ræðu og riti. Nemendur þjálfast í að skrifa margbreytilega texta.
  ENSK1MM05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi viðhörfum og gildum fólks í enskumælandi löndum
  • grunnatriðum málfræði enskrar tungu
  • orðaforða í tengslum við efni áfangans
  • samspili íslenskrar og enskrar tungu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja algengustu orðasambönd sem einkenna enskt mál
  • greina á milli máls frá mismunandi málssvæðum (hreim, málýskur)
  • lesa fjölbreytta texta í formi bókmennta, blaðagreina og svo frv.
  • rita lipra texta
  • tjá sig munnlega við mismunandi aðstæður
  • beita sjálfstæðum vinnubrögðum og mismunandi námstækni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina á milli menningu ýmissra enskumælandi landsvæða
  • hagnýta sér málfræðiþekkingu sína í ræðu og riti
  • hagnýta sér orðaforða áfangans í ræðu og riti
  • skrifa læsilegan texta um fjölbreytt viðfangsefni
  • nýta sér ýmsa námstækni og beita sjálfstæðum vinnubrögðum
  • túlka og endursegja fjölbreytta texta
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.