bókmenntir, orðaforði, stig b2 í evrópska tungumálarammanum
Samþykkt af skóla
2
5
Markmið áfangans er að efla menningarvitund nemenda með því að þjálfa þá í að tjá sig um eigin samfélag og menningarheim á ensku. Einnig verður skoðað hvað enskumælandi þjóðir eiga sameiginlegt og það borið saman við Ísland. Jafnframt er skoðað hvað er ólíkt með þessum þjóðum. Einnig er það markmið áfangans að nemendur öðlist dýpri skilning á flóknari málfræði enskrar tungu. Þetta er jafnframt síðasti áfanginn þar sem markvisst er farið yfir málfræði. Farið verður yfir grundvallaratriði í skrifum texta af ýmsum toga og munu nemendur æfa sig í nýtingu þeirra. Nemendum verður gerð grein fyrir eigin raun-orðaforða í ensku og vinna þeir markvisst í að auka hann. Lesin eru einnig ýmis bókmenntaverk.
ENSK2MO05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða sem tengist eigin samfélagi og menningu og þeim menningarheimum þar sem enska er töluð
flóknari málfræði enskrar tungu
uppbyggingu mismunandi texta s.s. blaðagreina, fræðigreina, bókmenntatexta o.fl.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig um sitt eigið umhverfi og menningu á ensku
beita flóknari málfræðireglum í ræði og riti
túlka með eigin orðum á ensku efni frá mismunandi íslenskum miðlum
tjá sig í ræðu og riti um margvísleg mál frá eigin brjósti
skrifa margskonar texta s.s. greinagerðir, ritgerðir, úrdrættir, dagbókafærslur, blogfærslur o.fl. þar sem ritreglur eru virtar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig í ræðu og riti um viðfangsefni sem tengjast eigin sögu og menningu
beita málfræðiþekkingu áfangans bæði munnlega og skriflega
gera sér grein fyrir skoðun og afstöðu höfunda margvíslegra texta og geta tjáð sig um hana bæði munnlega og skriflega
lesa milli línanna og átta sig á dýpri merkingu í texta
taka þátt í skoðanaskiptum á ensku og geta útskýrt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi
færa rök fyrir máli sínu og svara gagnrökum
túlka og endusegja fjölbreytta íslenska texta á ensku
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.