Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353947271

    Fagenska og hugtök
    ENSK3FH05
    23
    enska
    evrópski tungumálaramminn, framhald, stig c1
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur þjálfa fræðilegan orðaforða. Þeir velja sér efni tengd fagi á námsbraut þeirra t.d. félagsfræði, náttúrufræði, sálfræði, listum og menningu, íþróttafræði o.s.f. Mikil áhersla er lögð á að velja og vinna úr fræðilegum heimildum. Ritgerð er unnin sem ferilsritun. Nemendur beita sjálfstæðum vinnubrögðum og skila einstaklingsverkefni sem er kynnt fyrir samnemendum í lok áfangans.
    ENSK2OB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem gerir nemandanum kleift að skilja fræðilega texta
    • aðalþáttum í uppbyggingu ritgerða
    • að velja sér fræðilegar heimildir til gerðar rannsóknarritgerða
    • undirstöðu heimildavinnu
    • helstu aðferðum til að skipuleggja og skrifa langa fræðilega ritgerð á ensku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér orðaforða tengdan ákveðnu fræðisviði
    • afla sér heimilda og vinna úr þeim á gagnrýnin hátt
    • vinna eftir skipulögðu ferli við gerð heimildarritgerða
    • halda kynningu á verkefnum sínum á ensku fyrir hópi áheyrenda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgja öllum reglum um gerð fræðilegra ritgerða s.s. nýtingu heimilda og fjalla um þær á gagnrýninn hátt
    • setja fram gagnrýna skoðun á völdu efni
    • nýta sér orðaforða tengdan námsefni sínu
    • skrifað lipra ritgerð
    • gera grein fyrir efni rannsóknarritgerðar í kynningu fyrir hlustendum sem eru ekki kunnugir efninu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.