Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1354034217

    Nútímabókmenntir og hugtakabeiting
    ÍSLE2NH05
    21
    íslenska
    bókmenntasaga 1900 til samtímans, hugtakabeiting, nútímabókmenntir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Bókmenntir og læsi: Nemendur læra helstu hugtök bókmenntafræði og æfast í að beita þeim. Bókmenntasaga frá 1900 til samtímans. Lesnir verða fjölbreyttir textar. Munnleg tjáning: Nemendur þjálfist í samræðutækni, að tjá skoðun sína og að taka afstöðu. Ritun: Nemendur þjálfast í grundvallarvinnubrögðum ritunar og heimildavinna kynnt.
    ÍSLE1BM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum varðandi sögu (sjónarhorni, byggingu, persónusköpun), ljóðstíl (myndmáli og stílbrögðum) og brag
    • helstu stefnum og straumum frá 1900 til samtímans
    • gildi fjölbreytts orðaforða, orðasambanda og ólíks málsniðs í ræðu og riti
    • samræðutækni
    • byggingu ritsmíða
    • uppsetningu og framsetningu ritsmíða
    • grunnatriðum heimildavinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fjölbreytta texta, jafnt nytjatexta sem skáldverk
    • beita myndmáli og stílbrögðum í tali og ritmáli
    • beita upplýsingalæsi (notkun handbóka og upplýsingaveita)
    • beita samræðutækni í samræðum og viðtali
    • rita persónulegan texta
    • vísa til heimilda og vinna heimildaskrá
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta
    • taka afstöðu af umburðarlyndi og útskýra sjónarmið sín
    • láta hugmyndaflugið njóta sín
    • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt í ræðu og riti, með fjölbreyttum orðaforða og á réttu máli
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.