Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1354039746

    Fornöld og miðaldir
    ÍSLE3FM05
    26
    íslenska
    fornbókmenntir, málfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Bókmenntir og læsi: Nemendur beita helstu hugtökum bókmenntafræði. Bókmenntasaga 800-1550. Lesnir verða fjölbreyttir textar. Málsaga: Meginbreytingar í málinu kynntar. Munnleg tjáning: Nemendur kynna eigin rannsókn og sitja fyrir svörum. Ritun: Nemendur skrifa bókmenntaritgerð byggða á rannsókn.
    ÍSLE3LF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu bókmenntahugtökum
    • völdum bragarháttum sem hann hefur kynnt sér ýtarlega
    • helstu stefnum og straumum frá 800-1550
    • orðaforða miðalda
    • málsögu
    • lögmálum bókmenntaritgerða
    • nákvæmri úrvinnslu heimilda (útlagning, ályktun)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita bókmenntahugtökum
    • nota menningarlegar vísanir í eigin texta
    • rekja málbreytingar
    • nýta málfræðihugtök í stíl, textagreiningu og umræðum um málið og þróun þess
    • skrifa skýran, vel uppbyggðan texta á vönduðu máli með fjölbreyttum orðaforða
    • beita innsæi og ímyndunarafli í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera gagnrýninn í hugsun og hafa lýðræði, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi
    • draga ályktanir og færa rök fyrir skoðun sinni
    • þroska bókmenntasmekk sinn og lesa sér til ánægju
    • átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og túlka dýpri merkingu texta
    • nýta málsögu til skilnings á fornum textum
    • skilja menningu ólíkra tíma
    • setja fram skoðanir sínar og virða skoðanir annarra
    • rökræða bókmenntaverk, t.d. siðferðileg álitamál
    • skrifa bókmenntaritgerð
    • flytja mál sitt af öryggi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.