kynning á listum og menningu samtímans, listsköpun
Samþykkt af skóla
1
5
Um er að ræða kynningu á listum og menningu í samtímanum með skapandi verkefnum, fyrirlestrum og ýmsum uppákomum. Markmiðið er að nemendur fái að kynnast fjölbreytni í listsköpun og læra að njóta lista- og menngarviðburða. Leitast verður við að kynna allar listgreinar með ýmsum hætti og í tengslum við þær listrænu uppákomur sem eru í gangi hverju sinni í fjórðungnum. Farið verður í vettvangsferðir, lista- og minjasöfn heimsótt og unnin verða stutt verkefni út frá heimsóknunum, bæði verklega og skriflega. Kallað verður eftir samstarfi við menningarmiðstöðvar fjórðungsins og ýmsir listamenn og hönnuðir kynna nemendum starfsvettvang sinn á vinnustofum þeirra, með listrænum uppákomum og með fyrirlestrum í ME.
Efnisatriði: myndlist, listmálun, skúlptúr, grafík, ljósmyndun, videólist, kvikmyndagerð, leirlist, hönnun; grafísk hönnun, vöruhönnun, fatahönnun, arkitektúr, dans; ballet, nútímadans, jass, tónlist; klassísk tónlist, hljóðlist, rokktónlist o.fl.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi allrar listsköpunar í samfélaginu
því menningarlega samhengi sem list- og hönnun sprettur úr
þeim möguleikum sem allt listnám hefur upp á að bjóða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
njóta lista og hönnunar
skilja mun á öpun og sköpun
verða opnari og víðsínni hvað varðar menningu og listir í samfélaginu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tileinka sér hæfni til umfjöllunar um eðli listar og/eða hönnunar
tileinka sér færni til að skynja, greina og meta list út frá eigin forsendum og annarra
vera þátttakendur í listrænum viðburðum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.