Þessi áfangi er hugsaður sem undirbúningur fyrir starf í íþrótta- eða frístundaskóla fyrir börn á aldrinum 4-12 ára eða í íþróttastarfi/frístundastarfi hjá íþróttafélögum, fyrir sama aldurshóp. Nemandinn mun setja upp æfingaáætlun í samráði við íþróttaþjálfara/kennara. Hann mun síðan þjálfa/kenna með íþróttakennara eða þjálfara. Æfingaáætlun og kennsla er metin í lok æfingakennslutímabils.
Miðað er við 40-50 klukkustunda vinnu nemanda undir stjórn þjálfara yfir eina önn.
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
kennslu og þjálfun barna og unglinga á aldrinum 4-12 ára
helstu forsendum áætlanagerðar í íþróttum
hlutverki íþróttaþjálfara sem fyrirmyndar barna og unglinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leiðbeina börnum og unglingum í í tækniatriðum ýmissa íþróttagreina
kynna nýja leiki og æfingar fyrir æfingahóp barna og unglinga
hafa jákvæð og örvandi samskipti við æfingahópa sína
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
kenna börnum og unglingum ýmsa leiki og grunnæfingar í íþróttum undir stjórn íþróttakennara/þjálfara
halda uppi góðum aga og virkni í sínum æfingahópi
nýta sér upplýsingatækni við skipulagningu þjálfunar sinna æfingahópa í samráði við íþróttakennara/þjálfara
Til að fá þjálfun fyrir íþróttafélög metna sem ÍÞS áfanga þurfa nemendur M.E að skila inn eftirtöldum gögnum:
1. Skýrsla um þjálfunarhópinn:
Þar komi fram aldurssamsetning hópsins, hvaða íþróttagrein verið er að þjálfa, áætluð
geta hópsins og hvaða þætti þurfi helst að bæta.
2. Dagatal yfir þjálfunartímabilið:
Þarna kemur fram fjöldi æfinga á tímabilinu, ásamt leikjum og mótum, ef einhver eru.
3. Tímaseðlagerð:
Nemandi skilar 6 tímaseðlum fyrir 3ja mánaða tímabil, eða einn tímaseðil fyrir hvern hálfan mánuð. Á tímaseðlinum komi fram markmið æfingar, upphitun, meginhluti og niðurlag æfingar.
4. Staðfesting yfirþjálfara
á að umrædd þjálfun hafi átt sér stað, með stuttri umsögn um störf þjálfarans á umræddu tímabili.