Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1355410086

    Módelteikning og anatómía
    TEIK3MÓ05
    2
    teikning
    anatómía, módelteikning
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Kennd eru grundvallaratriði módelteikningar og anatómíu. Stefnt er að því að nemendur tileinki sér aðferðir til að mæla hlutföll mannslíkamans jafnframt því að þeir átti sig á samræmi hlutfalla og forma. Ýmist verða teiknaðar styttri stöður módels þar sem áherslan er á heildarsýn eða lengri stöður sem útheimta vandaðri mælingar og meiri námkvæmni. Í upphafi er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér aðferðir til mælingar á hlutföllum mannslíkamans, læri að nota lóðlínur og hjálparlínur til að meta stefnur og hlutföll. Lögð er áhersla á þrívíðan formskilning, jafnframt því að átta sig á styttingu forma í mismunandi líkamsstöðu módels frá ólíkum sjónarhornum. Ýmist eru teiknaðar stöður módels þar sem lögð er áhersla á að ná réttri heildarmynd eða lengri stöður þar sem nemandi glímir við formun módels með skyggingu. Tekin eru dæmi úr listasögu og samtímalist um mannslíkamann sem viðfangsefni myndlistar. Samfara verkefnum læra nemendur grunnatriði anatómíu fyrir teiknara og nýta sér þá kunnáttu við teikningu módelsins. Unnið verður að verkefnum sem auka kunnáttu og þjálfun í að sjá þá anatómísku þætti mannslíkamans sem mestu skipta við teikningu og mótun mannslíkamans. Unnið er aðallega með blýanti og kolum á pappír en þó verða gerðar tilraunir með margvíslegum teikniáhöldum . Einnig vinna nemendur við leirmótun með mannslíkamann sem fyrirmynd. Þá verður einnig unnið eftir anatómíuteikningum og ljósmyndum af mannslíkamanum. Kennari metur vikulega verkefni nemenda með leiðsagnarmati þannig að mikilvægt er fyrir hvern nemenda að mæta vel og fullklára öll verkefni sem lögð verða fyrir til að ljúka áfanganum.
    SJÓN1TE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi línunnar við teikningu módels
    • aðferðum hlutfallamælingar við teiknun
    • hvernig má nota hjálparlínur til að meta stefnu og stöðu módels í rými
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna mismunandi líkamstöðu í réttum hlutföllum
    • forma módel og koma þrívídd þess til skila með skyggingu
    • nýta sér anatómíu til að teikna hluta módels á sannfærandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • kynna niðurstöður sínar á fjölbreyttan hátt
    • taka á virkan hátt þátt í umræðu um verkefni sín og annarra nemenda
    • nýta sér teiknikunnáttu sína í tengslum við ýmis ólík verkefni
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.