Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1355480182

    Menningar- og listasaga, 19. öld fram yfir miðja 20. öld
    SAGA2ML05
    12
    saga
    19. öld fram yfir miðja 20. öld, menningar- og listasaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að nemandinn geri sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Í áfanganum læra nemendur um forsendur sjónlista, sviðslista og tónlistar frá miðri 19. öld fram yfir miðja 20. öld eða allt til samtímans. Áfanganum er skipt upp í nokkrar lotur þar sem nemendur kynnast og vinna heildrænt með menningarsamhengið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Helstu straumar og stefnur; s.s. impressionismi, expressionismi, súrrealismi, nýklassík, módernismi/nútimalist, popplist, minimalismi og póst-módernismi. Nemendur rannsaka hvert þema undir stjórn kennara, greina helstu þætti listgreinanna, menningar og þjóðfélagshátta á hverju tímabili og kynna síðan verkefni sín hver fyrir öðrum. Þeir skoða alla þætti listalífsins, myndlist, handverk, hönnun, tónlist, dans og leiklist, í tengslum við félagslegt og heimspekilegt umhverfi á hverjum stað og tíma. Einnig eiga nemendur að gera grein fyrir eigin menningarheimi og rannsaka íslenskan veruleika á hverju tímabili fyrir sig og kynna í niðurstöðum sínum eins og unnt er. Vinna í áfanganum fer ýmist fram í hópum eða eru einstaklingsverkefni. Hver hópur eða einstaklingur tekur fyrir ákveðna þætti menningarinnar, leitar heimilda, vinnur úr þeim og kynnir að lokum nIðurstöður sínar. Áfanginn kallar á kennsluhætti þar sem nemendur eru virkir og sjálfstæðir í þekkingarleit. Nauðsynlegt er að í upphafi séu fyrir hendi góðar upplýsingar um hvar megi finna efni og upplýsingar sem tengjast tilteknum stað, tíma og menningarsamhengi. Nemendur nýta sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit og við framsetningu hugmynda sinna. Helstu þræðir í sögu nútímalistar eru raktir eftir öldinni og settir í samhengi við samfélagsgerð og samfélagsbreytingar, stjórnarfar, tæknibreytingar, heimspeki og hugmyndafræði. Mikilvægt er, þótt áhersla sé lögð á ákveðin tímabil, að litið sé á söguna sem heild og að kennari tengi þau tímabil saman.
    LSTR1LS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tæknilegum og hugmyndafræðilegum forsendur sjónlista og sviðslista frá miðri 19. öld fram yfir miðja 20. öld
    • tengslum samfélagslegra þátta og listgreina frá miðri 19. öld fram yfir miðja 20. öld áhrifum stjórnmálaþróunar og átaka á listgreinarnar
    • því hvaða áhrif iðnbyltingin hafði á lifnaðarhætti, listsköpun og manngert umhverfi í hinum vestræna heimi og á Íslandi
    • þeim listastefnum sem fram komu 1851-1970 og áhrif höfðu á listgreinarnar auk hönnunar fatnaðar, húsa, farartækja og vöruhönnun almennt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu stílbrigði sjónlista frá miðri 19. öld fram yfir miðja 20.öld
    • gera sér grein fyrir áhrifum nútímatækni á listsköpun
    • gera sér grein fyrir menningarlegu og persónulegu afstæði fagurfræðilegs mats á staðreyndum listasögunnar
    • þekkja helstu tækninýjungar sem fram komu á þessum tíma og hvaða afleiðingar þessar tækninýjunar höfðu heima og erlendis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um forsendur nútímalistar á gagnrýninn hátt í ræðu og riti
    • taka þátt í umfjöllun um tengsl heimspeki og listgreina frá miðri 19. öld fram yfir miðja 20. öld
    • gera grein fyrir tengslum íslenskrar hönnunar og erlendrar á þessu tímabili
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.