Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1355497972

    Stafræn ljósmyndun
    LJÓS3ST05
    1
    ljósmyndun
    stafrænar myndavélar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Um er að ræða framhaldsnámskeið í ljósmyndun fyrir þá sem þegar hafa náð góðum tökum á grunninum í ljósmyndatækni. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði stafrænnar ljósmyndunar og er markmið námsins að nemendur bæti við tæknilega kunnáttu og listræna getu. Í tæknilega hluta námsins verður nemendum kennt nánar á stillingar á myndavélinni, hvernig á að hlaða niður myndum og vista og réttan hátt. Þá er einnig farið í það hvernig megi laga myndir og vinna stafrænar skrár sem nýttar eru í mismunandi tilgangi svo sem fyrir tölvupóst, netvinnslu, skjávarpa og fleira. Einnig verður farið yfir prentun mynda. Í áfanganum verður farið í ljósmyndaferð og síðan unnið úr afraktsrinum. Skoðað verður hvernig nemendur geta notað ljósmyndir sem listrænan miðil bæði sem stakar myndir þar sem myndbygging og sjónarhorn eru skoðuð og eins hvernig röð mynda getur sagt áhrifaríka sögu. Nemendur munu kanna, ræða og rannsaka stakar myndir og hvernig maður tekur betri myndir. Þá verður einnig unnið í ljósmyndastúdíói þar sem farið er yfir notkun á stúdíó- flössum og grunnurinn í stúdímyndatökum skoðaður. Ljósmæling og mismunandi ljósmælkerfi verða einnig skoðuð, RAW vinnuferlið, Lightroom o.fl. Þátttakendur þurfa að hafa DSLR myndavél og helst ferðatölvu með uppsettu Photoshop eða sambærilegu myndvinnsluforriti.
    LJÓS2AT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi hlutverki ljósmyndunar í samtímalistum
    • mikilvægi ljósmynda í fjölmiðlum
    • ólíkum stíl og tilgangi ljósmynda
    • ljósmyndavinnslu í tölvu
    • áhrifum ljósops á skerpuvídd linsu og á dýpt myndar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota „manual“ stillingar myndavélarinnar
    • stilla tökuhraða með tilliti til myndatöku
    • taka myndir við ólíkar aðstæður
    • greina, bera saman og gagnrýna
    • vera opinn fyrir umræðum og gagnrýni á ljósmyndum í samtímalist
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ganga frá ljósmyndum til sýningar og kynningar á stafrænu formi
    • gera sér grein fyrir áhrifum mismunandi myndatöku og uppbyggingar myndar á merkingu ljósmyndar
    • kynna niðurstöður sínar á fjölbreyttan hátt
    • taka á virkan hátt þátt í umræðu um verkefni sín og annarra nemenda
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.