Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1356017161

  Ritun og ritgerðasmíði
  ÍSLE2RR05
  22
  íslenska
  ritgerðasmíð, ritun
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Persónuritun, rökfærsla, ritdómur, skáldverk, heimildanotkun. Jafnframt persónuritun og skáldlegri ritun er farið skref fyrir skref í hvernig vinna skal rannsóknarritgerð, þ.e. setja fram rannsóknarspurningu og svara henni, skrifa góðar efnisgreinar, meta heimildir, skrá tilvísanir og tilvitnanir og setja fram heimildaskrá.
  ÍSLE1MB05 eða 9-10 í grunnskólaeinkunn.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • byggingu málsgreina og efnisgreina
  • uppsetningu, byggingu og framsetningu ritsmíða
  • því að skrifa í skrefum
  • gildi þess að tjá hugsanir sínar og viðhorf í rituðu máli
  • hvernig færa á skipulega rök fyrir skoðun sinni
  • því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hugmynd í form
  • heimildavinnu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skrifa og byggja upp læsilegan texta á blæbrigðaríku máli og viðeigandi málsniði
  • nýta sér ábendingar varðandi eigin texta
  • nýta persónuleg skrif til sjálfseflingar
  • mynda sér skoðun og tjá hana á gagnrýninn hátt með rökum
  • afmarka viðfangsefni
  • setja fram rannsóknarspurningu
  • meta gildi og áreiðanleika heimilda og skrá þær
  • tengja tilvitnanir eigin umfjöllun og leggja út af þeim
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta sköpunarkraft sinn
  • skrifa af hugmyndaauðgi
  • móta sér vandaðan persónulegan stíl
  • nýta sér uppbyggilega endurgjöf
  • taka gagnrýna afstöðu til samfélagslegra og siðferðilegra álitamála af umburðarlyndi og á jafnréttisgrundvelli
  • skrifa fullunna rannsókn þar sem hann setur fram kenningu, dregur ályktun út frá heimildum og setur fram niðurstöður sínar
  • temja sér nákvæm og vönduð vinnubrögð við heimildavinnu
  • takast á við ritun hvers kyns texta
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.