Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1361789866.97

  Hlutbundin forritun
  FORR3HL05
  2
  forritun
  aðferðir, erfðir, hlutir, klasar, notendaviðmót
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er farið yfir klasahönnun og meðhöndlun hluta, villumeðhöndlun, gagnaskipan, reiknirit, endurkvæmni og myndrænt notendaviðmót með gluggum. Notast er við Java forritunarmálið.
  FORR2GF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hlutverkum klasa og hluta
  • tilviksbreytum, smiðum, hjúpun og aðferðum til að stilla og nálgast tilviksbreytur
  • aðferðum og yfirhleðslu þeirra og hlutum sem inntaki eða skilagildi aðferða
  • klasabreytum- og aðferðum
  • hreiðruðum klösum
  • erfðum, yfirtöku aðferða, Object klasanum, fjölbreytni, huglægum klösum og viðmóti
  • frábrigðum og villumeðhöndlun á keyrslutíma
  • gagnaskipan (stafli, biðröð, tengdur listi, tvíundatré)
  • röðunarreikniritum (víxlunarröðun og valröðun) og endurkvæmni
  • myndrænu notendaviðmóti, ílátum, íhlutum, útlitsstjórum, atburðum og hlusturum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • brjóta viðfangsefni niður í smærri einingar með klösum
  • nota klasa til að leysa verkefni og þrautir
  • bregðast við villum á keyrslutíma
  • notfæra sér gagnaskipan, reiknirit og endurkvæmni við lausn verkefna
  • búa til einfalt myndrænt notendaviðmót með glugga, tökkum o.þ.h.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa helstu hugtökum hlutbundinnar forritunar
  • meta hvernig best er að greina, hanna og forrita klasa
  • raða fylkjum með röðunarreikniritum
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum
  • sýna frumkvæði og frumleika við lausnir verkefna
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir skrifleg og verkleg verkefni. Skriflegt lokapróf.