Unnið er með breiðbogaföll, snúning falla og tvinntölur og haldið er áfram með deildajöfnur og runur og raðir.
STÆR3DH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
breiðbogaföllum
tvinntölum
reglu L’Hoptial
deildajöfnum af öðru stigi
snúningi falla, rúmmáli þeirra, yfirborðsflatarmáli og bogalengd
samleitniprófum raða
Taylor og Fourier röðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með tvinntölur, bæði í reikningi, myndrænt og við lausn jafna
beita reglu L’Hoptial til að finna markgildi
leysa deildajöfnur
finna rúmmál, yfirborðsflatarmál og bogalengd snúinna ferla
nota samleitnipróf til að kanna hvort raðir séu samleitnar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt ...sem er metið með... skilaverkefnum og munnlegu prófi
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.