Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1361983993.46

  Leikfélag ME
  LEIK2LM10_1
  5
  leiklist
  greining, leikfélag me, persónusköpun, senuvinna
  Samþykkt af skóla
  2
  10
  Áfanginn gengur út á ítarlega greiningu, persónusköpun og senuvinnu úr einu leikverki. Farið verður í ýmsar aðferðir til uppsetningar á atriðum verksins og rannsókna á innra lífi persónanna með rannsóknarvinnu, spunavinnu og öðrum aðferðum. Leikrit verður lagt til grundvallar en hvert það verður ræðst af fjölda þátttakenda. Áfanganum lýkur með sýningu.
  SVIÐ1GT05 eða LEIK1ÞJ05 eða þátttaka í uppsetningu leikverks eða leiklistarnámskeið.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu þáttum dýpri greiningarvinnu leikverka
  • mikilvægi rannsóknarvinnu í persónusköpun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna greiningu á leikverki samkvæmt nokkrum mismunandi aðferðum
  • búa til heildstæða persónu byggða á rannsóknarvinnu, spuna og ýmsum öðrum aðferðum
  • nýta greiningarvinnu á verki og persónusköpun til samsetningar heildstæðrar leiksýningar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • takast á við stærri og flóknari hlutverk í leiklistarverkefnum framtíðar
  • taka leikverk til greiningar í undirbúningi leiksýninga
  • vinna krefjandi persónusköpun undir handleiðslu leikstjóra
  Nemendur verða metnir út frá mætingu, einbeitingu, þátttöku og frammistöðu í tímum.