Rifjuð eru upp helstu atriði í lífeðlisfræði beinagrindarvöðva. Farið er yfir heiti á helstu beinum og beinagrindarvöðvum líkamans, upptökum þeirra og festum. Áhersla er lögð á að nemendur geti nýtt sér þekkingu sína og leikni á hagnýtan hátt með því að þreifa vöðva og nefna þá með nafni, lengja þá og kanna styrk þeirra með vöðvaprófunum.
LÍOL2SS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lífeðlisfræði vöðvasamdráttar
latneskum eða enskum heitum vöðva
samstarfi vöðva
beinum og liðum líkamans
grunnatriðum þreifingar á vöðvum
staðsetningu helstu beinagrindarvöðva líkamans, ásamt upptökum þeirra, festum og hreyfingu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þreifa og nefna helstu grunnlæga vöðva líkamans
framkvæma vöðvapróf til að meta styrk vöðva
þreifa beinnibbur og vöðvafestur
nefna bein, liði, upptök og festur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
finna vöðva og vöðvafestur með þreifingu og útskýra þær hreyfingar sem vöðvinn stjórnar
útskýra og sýna styttingu og lengingu (teygju) vöðva