Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1364313247.05

  Samskipti og þjónusta
  SAMS1SS05
  3
  Samskipti og þjónusta
  Samskipti, þjónusta
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  01
  Markmið áfangans er að þjálfa samskipti á vinnustað bæði við viðskiptavini og samstarfsmenn. Í áfanganum er einnig leitast við að gera nemendur meðvitaða um mikilvægi góðrar þjónustu og að nemendur tileinki sér góða þjónustulund.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • þjónustuhugtakinu og algengustu birtingarmyndum þess
  • • mikilvægi þjónustu í rekstri fyrirtækja og stofnana
  • • mismunandi þjónustu við hæfi ólíkra markhópa
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • að veita góða þjónustu við mismunandi aðstæður
  • • að koma fram og taka við kvörtunum
  • • jákvæðum samskiptum við viðskiptavini, samstarfsmenn og fleiri aðila
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • verða meðvitaður um eigin framkomu og samskipti við aðra, s.s viðskiptavini, samstarfs¬menn, starfsmenn fyrirtækja og stofnana
  • • gera sér grein fyrir styrkleikum og veikleikum sínum til þjónustu og þjálfist í viðbrögðum við algengustu úrlausnarefnum
  • • vera fær um að veita gæðaþjónustu
  Fjölbreytt námsmat s.s. hlutverkaleikir, einstaklings- og hópverkefni, kynningar, jafningjamat, sjálfsmat.