Nuddtækni til að meðhöndla íþróttafólk er útskýrð og henni beitt. Sérhæfðum vöðvateygjum er blandað inn í þá meðhöndlun. Nemendur læra að beita tækni sem hentar íþróttaiðkendum fyrir keppni, meðan á keppni stendur og eftir keppni. Fjallað er um hvernig hægt er að aðstoða íþróttafólk við að undirbúa sig fyrir átök með íþróttanuddi, í því skyni að minnka líkur á álagsmeiðslum og flýta fyrir losun úrgangsefna úr líkamanum. Rætt er um áhrif hita og kælingar í meðferð. Hópur af fólki sem stundar íþróttir er fenginn til meðhöndlunar.
KLNU3NT07
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
álagseinkennum mismundandi íþróttagreina
sögu og þróun íþróttanudds
íþróttameiðslum og meðhöndlun þeirra
bataferli íþróttameiðsla og hvenær íþróttanudd kemur að mestu gagni
frábendingum við íþróttanudd
þeim meðferðarforsendum sem íþróttanudd og vöðvateygjur byggja á
starfssviði nuddara og sjúkraþjálfara sem vinna hjá íþróttafélögum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meðhöndla vöðvastyttur með sérhæfðum vöðvateygjum
beita kraftmiklu íþróttanuddi
beita mismunandi nuddtækni eftir því hvort íþróttafólk er að undirbúa sig fyrir keppni, er í keppni eða hefur lokið keppni
nota eigin líkama til að ná dýpt í meðferðina
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra hvað íþróttanudd er og hvaða meðferðarforsendum það byggir á
blanda saman teygjum og kraftmiklu nuddi og sníða meðhöndlun sína að iðkendum ákveðinna íþróttagreina
vinna í meðferðarteymi með sjúkraþjáfurum og/eða læknum við meðhöndla íþróttafólk eða lið fyrir keppni, meðan á keppni stendur og eftir keppni
Greinargerð, ástundun, vinnuframlag og verklegt próf