Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1364468966.22

    Klassískt nudd
    KLNU3NT07
    1
    Klassískt nudd
    Klassískt nudd, líkamsbeiting, nuddtækni
    Samþykkt af skóla
    3
    7
    Nemandi lærir fjölbreytta grunntækni í vöðvanuddi sem beitt er með mismunandi ásetningi. Hann lærir að þekkja og skilja þau markmið sem vöðvanuddið byggir á. Unnið er markvisst með hvern líkamshluta og það síðan tengt saman í heild. Mikil áhersla er lögð á að nemandi gefi nuddvinnu sinni ásetning og læri að beita líkama sínum á áhrifaríkan hátt við nuddið.
    VÖFR2VÖ06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvaða þættir hafa áhrif á upplifun nuddþega af nuddi
    • markmiðum með klassísku vöðvanuddi
    • hvernig mismunandi ásetningur heilsunuddara endurspeglast í upplifun nuddþega af nuddi
    • hvernig nuddstrokum er beitt með legu og starfsemi helstu vöðva í huga
    • í hverju gæði heilsunudds felast
    • vinnuvistvernd og þeim takmörkunum sem eigið líkamsástand getur sett nuddmeðferðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita nuddstrokum í formi sem myndar klassískt vöðvanudd
    • nota fjölbreyttar strokur í vöðvanuddi
    • nota hæfilegt magn af nuddolíu á nuddega og hafa lök þannig að nuddþega finnist hann ekki berskjaldaður
    • tengja huga sinn við sjálfan sig og viðfangsefni sitt
    • velja þá líkamshluta til vinnu, t.d. olnboga, hnúa eða fingur sem hæfir ásetningi vinnunnar hverju sinni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • framkvæma vandað klassískt nudd með mismunandi ásetningi
    • sýna fagmennsku og þroskaða siðgæðisvitund við heilsunudd
    • greina alla þá þætti sem hafa áhrif á nuddmeðferð
    • temja sér áhrifaríka líkamsbeitingu við nuddborðið og sníða nuddmeðferðina að líkamlegum styrkleikum sínum
    Ástundun, vinnuframlag, greiningarskýrsla og verklegt próf