Markmið áfangans er alhliða teikniþjálfun með áherslu á fríhendisteikningu og að efla sjónskilning og sjónminni. Nemendur teikna eftir lifandi fyrirmyndum og beinagrind. Lögð er lögð áhersla á að þeir tileinki sér grundvallaratriði í hlutfallaskiptingu mannslíkamans og noti hjálpargögn til að bera saman stærðarhlutföll, hreyfingu og stöðu. Þeir þjálfast í skissuvinnu, hraðteikningu og hugmyndavinnu t.d. með teikningu kvikmyndasena (storyboard) og skapandi skrifum. Markmiðið er að nemendur nái valdi á teikningu allt frá einföldum teikningum til flóknari úrlausna og rannsaki gildi og tjáningarmöguleika tækninnar með fjölbreyttum verkfærum og teikningu á manngerðum hlutum, náttúruformum og umhverfi. Unnið er með grafískar aðferðir, gagnsæishugsun og formgreiningu, mótun og efnisáferð með blæbrigðaríkri skyggingu. Nemendur eru þjálfaðir í að leggja mat á vinnu sína og annarra. Krafist verður sjálfstæðrar rannsóknarvinnu af nemendum í formi reglulegra skila á skissuvinnu, ferilbók sem tengist viðfangsefninu og þátttöku í umræðum.