Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1364493460.73

    Málun
    MYNL2LI05
    22
    myndlist
    litur, náttúra, nýsköpun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er unnið með litaskynjun og litaupplifun á margvíslegan hátt og útfærslu í málverkum og öðrum verkum. Markmiðið er er að þjálfa nemendur í vinnu með liti frá einföldum tilraunum til flóknari úrlausna og rannsókn á gildi lita og mismunandi tjáningarmöguleikum þeirra. Nemendur gera tilraunir með blöndun lita úr náttúrlegum efnum, skoða notkun lita og tengja rannsóknarvinnu sína náttúruupplifun, litum í íslenskri náttúru og vangaveltum um ,,huglæga íslenska liti“. Ennfremur skoða þeir hvernig litanotkun getur skarast við aðrar greinar s.s. sálfræði, markaðsfræði og ýmis konar hönnun. Markmið áfangans er að nemendur skilji sem flestar forsendur lita og litablöndunar og geti nýtt sér þessa þekkingu í eigin verkum. Krafist verður sjálfstæðrar rannsóknarvinnu af nemendum og þeir látinir standa skil á skissuvinnu og ferilbók sem tengist viðfangsefninu.
    10 fein í myndlist
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi lita og mismunandi tjáningarmöguleikum þeirra
    • litum í umhverfi okkar og náttúru
    • grundvallaratriðum litablöndunar, áhrifamætti lita og möguleikum í litafræði
    • mismunandi litakerfum
    • gildi stöðugrar ástundunar og þjálfunar í málun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tileinka sér hefðbundnar og óhefðbundar vinnuaðferðir með liti
    • nýta tjáningarmöguleika lita með fjölbreyttum hætti
    • túlka hugmyndir og menningarlegt umhverfi með litanotkun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með samspil hugmyndar og tækni
    • beita tæknilegri þekkingu í litafræði og málun í verkum sínum
    • gera tilraunir og vinna að nýsköpun með liti á margvíslegan hátt
    • þróa hugmyndavinnu sína sjálfstætt, útfæra verk og setja fram á eigin listrænu forsendum
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin verkefni, ferli og listrænar niðurstöðu
    • meta listrænan styrk sinn, prófa og rannsaka eigin verk út frá gildi þeirra
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.