Kenndar eru mismunandi aðferðir til að meta líkamlegt ástand, t.d. með prófunum og spurningum. Prófanir eru gerðar til að finna uppruna verkja. Rætt er um hvað heilsunuddari getur gert til að leiðrétta skekkjur og hverju er rétt að vísa frá til annars fagfólks. Nemendur læra notkun heilsufarsskýrslna og þreifingu mjúkvefja til greiningar.
VÖFR2VÖ06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eðlilegu hreyfisviði mismunandi liða líkamans og frávik frá því (ROM)
eðlilegum kúrfum í hrygg og frávik frá þeim
reglum varðandi skoðun og þreifingu
frábendingum tilvika sem eru ekki á færnisviði heilsunuddara
markmiðum og undirstöðuatriðum þess að taka heilsufarsskýrslu af nuddþega
einkennum taugaklemma og æðaþrenginga frá bol að útlimum
bólgum og bólguferli
áhættuþáttum slæmrar líkamsstöðu
liðskekkjum og brjósklosi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meta vöðvatón og spennu í vöðvum með þreifingu
meta samhverfu líkamans
greina bólgur í vefjum með þreifingu
meta liði og liðlínur með þreifingu og frávik frá eðlilegu hreyfisviði
taka heilsufarsskýrslur
framkvæma vöðvapróf til að meta styrk vöðva
finna uppruna verkja í vöðvum, festum, sinum og liðpoka
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja saman meðferð á grundvelli upplýsinga sem fást með þreifingu og spurningum í heilsufarsskýrslu
búa til heilsufarsskýrslu og nota til að halda reiður á framþróun í meðferðum
ráðleggja skjólstæðingum sínum varðandi áhættuþætti slæmrar líkamsstöðu
Skil á útfylltum heilsufarsskýrslum, verklegt mat á þreifingar- og greiningarhæfni nemenda, ástundun og skrifleg próf