Kenningar austurlenskra náttúrulækningaskóla um orkukerfi líkamans eru kynntar. Nemendur læra um kínversk náttúruvísindi (TCM), þ.e. hugmyndina að baki yin og yang, grunnöflin (elementin) og fjórtán orkuflæðibrautir líkamans, legu þeirra og virkni. Nemendur kynnast höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og læra fyrsta stigið í meðhöndlun með þeirri aðferð.
Svæðanudd
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjórtán orkubrautum líkamans, hvar þær liggja og helstu meðhöndlunarpunktum þeirra
grunnöflunum (elementum)
hinum andstæðu öflum yin og yang
sögu, þróun og grunnatriðum höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar
lykilþáttum farsælla meðferða
þrýstijöfnunarlíkaninu
hugmyndafræði tao
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota þrýstipunkta til meðferðar
framkvæma þverhimnulosun
beita mænuslíðurstogi
vinna með orkubeitingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina ójafnvægi í grunnöflum hjá skjólstæðingum
greina sameiginlegan og mismunandi ásetning ólíkra meðferðaforma
flétta orkuvinnu og greiningu saman við nuddmeðferð
framkvæma og útskýra virkni höfðuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar