Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1364728427.66

    Sogæðanudd
    SOGN3SO05
    1
    Sogæðanudd
    Sogæðanudd, bjúgur, eitlar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Kennt er nákvæmt form af nuddstrokum sem mynda sogæðanudd. Rætt er um meðferðarforsendur sogæðanudds og hvenær það kemur helst að gagni. Staðsetning og starfsemi eitla eru rifjuð upp. Nemendur fá kynningu á því hvernig hægt er að beita ilmolíumeðferð samhliða sogæðanuddi til að auka áhrifamátt nuddsins.
    LÍOL2IL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • líkamlegum einkennum sem líklegt er að sogæðanudd gagnist við
    • byggingu og starfsemi vessakerfis
    • ilmolíum sem geta haft bætandi áhrif á virkni sogæðakerfis
    • meðferðarforsendum sogæðanudds
    • frábendingum sogæðanudds
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma sogæðanudd
    • beita handklæðum og lökum á viðeigandi hátt í sogæðanuddi
    • búa til kjarnaolíublöndur sem styrkja starfsemi sogæðakerfis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með sogæðabólgur og bjúg á heildrænan hátt
    • miðla góðum ráðum til nuddþega um það sem styrkt getur sogæðakerfið
    • útskýra fyrir öðrum gildi sogæðanudds
    • fylgjast með rannsóknum varðandi virkni sogæðanudds
    Verklegt próf, vinnuframlag og mæting