Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1364730150.05

    Svæðanudd
    SVNU3SN05
    1
    Svæðanudd
    Svæðanudd, orkubrautir, viðbragðspunktar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Kennd er svæðameðferð, sem byggir á þeirri kenningu að svæði á fótum tengist líffærum og orkubrautum. Nemendum er kennt að þekkja þessi svæði eða punkta, finna hvernig þeir eru viðkomu þegar líkamsstarfsemi er í jafnvægi og meðhöndla þegar leiðréttingar er þörf. Fjallað er um algengar orsakir ójafnvægis í ýmsum kerfum líkamans og viðeigandi meðhöndlun við því.
    Bóklegu námi lokið
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu svæðanudds og þróun aðferðarinnar á Vesturlöndum
    • þeirri hugmyndafræði sem liggur til grundvallar svæðanuddi
    • viðbragðssvæðum fóta og tengingu þeirra við innri líffæri
    • helstu gagrýni í umræðu um virkni svæðanudds
    • ójafnvægi sem getur myndast í helstu kerfum líkamans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina þau svæði á fæti sem þurfa meðferðar við
    • staðsetja punkta á fæti og gefa þeim hæfilega örvun
    • beita líkama sínum á áhrifaríkan hátt við meðferðina
    • framkvæma svæðameðferð eftir kerfi Eunice Ingham
    • skrá heilsufarssögu og upplýsingar um meðferð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina á fæti ástand líkamskerfa og gefa viðeigandi svæðameðferð
    • fræða aðra um mögulegan ávinning svæðameðferðar
    Verklegt próf, vinnuframlag, svæðanuddskýrslur, leiðsagnarmat, jafningjamat