Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1364772575.62

    Listir og menning
    LIME2MM05
    8
    listir og menning
    listir, maður og menning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um list sem tjáningarform og tæki til að skapa margvísleg áhrif og þá menningarþætti sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Nemendur rannsaka ólíka þætti listalífsins, svo sem myndlist, handverk, hönnun, tónlist, dans, leiklist og kvikmyndagerð og skoða tilgang og áhrif lista í nútíð og fortíð. Jafnframt eru skoðuð áhrif lista og skapandi greina á atvinnu og nýsköpun. Lögð er áhersla á menningar-, félags-, náttúru- og heimspekilegar tengingar við viðfangsefnin. Markmiðið er að nemandinn öðlist hæfni til að tengja sig við þá menningu sem hann er hluti af og öðlist skilning á hvernig menning og listir tengjast atvinnusköpun og samfélagsþróun. Nemendur vinna að rannsóknum á afmörkuðum viðfangsefnum lista og menningar með ábyrgum og sjálfstæðum hætti.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • rótum, áhrifum og tilgangi lista og menningar í nútíma samfélagi og í sögulegu samhengi
    • menningarlegu og samfélagslegu gildi lista
    • áhrifum lista og skapandi greina á atvinnulíf og efnahag
    • uppbyggingu, aðferðum, hugtökum og sérkennum mismunandi listgreina
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja margvíslegar listir og listform við menningu, samfélag, náttúru og tækni
    • skoða og meta eigin gildi og viðhorf til margvíslegra listforma
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja samspil menningar, sögu, tækniþróunar og listsköpunar
    • skilja hlutverk menningar og sköpunar í eflingu skapandi greina
    • tengja sig við þá menningu sem hann er hluti af
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um listsköpun
    • vera meðvitaður um ólíka upplifun og skoðanir fólks á mismunandi listformum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.