Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1364862890.84

    Markviss starfs- og vinnustaðakynning 1
    MASK2SV03
    1
    Markviss starfskynning
    starfs- og vinnustaðakynning nýsköpunar- og listabrautar
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Í áfanganum fara nemendur í heimsóknir í fyrirtæki sem tengjast starfssviði náms þeirra og er markmiðið að þeir geri sér grein fyrir starfsumhverfinu og möguleikum til starfa og framhaldsnáms. Áfanginn er einnig kynning á aðilum atvinnulífsins og réttindum og skyldum á vinnumarkaði. Vinna nemenda er fólgin í vettvangsheimsóknum, viðtölum og upplýsingaleit á netinu, ritun skýrslna og greinargerða, gerð starfsumsókna og ferilsskrár.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi frumkvöðulsins í skapandi greinum
    • fjölbreytilegu starfsumhverfi og margvíslegum möguleikum innan skapandi greina
    • aðilum sem koma að atvinnulífinu, s.s. fag- og hagsmunafélögum
    • réttindum og skyldum fólks á vinnumarkaði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina á milli skapandi greina
    • meta umfang verkefna
    • átta sig á starfsmöguleikum innan skapandi greina
    • yfirfæra þekkingu sína á milli starfsþátta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita aðferðafræði og vinnuaðferðum nýsköpunar í nálgun á starfsvettvangi
    • skilja forsendur starfa í skapandi greinum
    • átta sig á nýjum möguleikum innan skapandi greina
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá