Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1365084190.43

    Ilmolíufræði
    ILMO2KO05
    1
    Ilmolíufræði
    Kjarnaolíur, efnafræði ilmkjarnaolía, grunnolíur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um notkun ilmkjarnaolía í heilsunuddi og saga þeirra, vinnsluferli og virkni skoðuð. Fjallað er um hvernig skráningu upplýsinga þarf að vera háttað til að geta metið árangur af meðferð. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni til að búa til og nota ilmkjarnaolíublöndur.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu ilmkjarnaolíunotkunar
    • hvernig ilmkjarnaolíur eru unnar
    • helstu eiginleikum blómavatna
    • öryggisatriðum við notkun ilmkjarnaolía
    • mismunandi gæðum ilmkjarnaolía og í hverju þau felast
    • innihaldsefnum helstu ilmkjarnaolía og virkni þeirra á líkamann
    • helstu leiðum til notkunar á ilmkjarnaolíum
    • eiginleikum samvirkandi efna
    • eiginleikum og virkni algengra grunnolía
    • nokkrum rannsóknum á ilmolíum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • blanda ilmkjarnaolíum saman eftir uppskriftum
    • búa til eigin uppskriftir af ilmkjarnaolíublöndum
    • gera tilviksathugun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • halda ítarlega skráningu varðandi það sem unnið er með hjá skjólstæðingum og gera tilviksathugun (case study)
    • greina þarfir skjólstæðinga og búa til ilmkjarnablöndur við algengum verkjum eða meinum
    • fylgjast með rannsóknum sem gerðar eru á virkni ilmkjarnaolía
    Gagnapróf, vinnuframlag og verkefni