Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1365690331.04

    Líffæra og lífeðlisfræði A
    LÍOL2SS05
    2
    líffæra og lífeðlisfræði
    Stoðkerfi, stjórnkerfi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er í grundvallarhugtök líffærafræðinnar út frá latneskri nafngiftafræði og lífeðlisfræðileg ferli útskýrð. Fjallað er um svæðaskiptingu líkamans, áttir, líkamshol, skipulagsstig, byggingu og starfsemi frumna og vefja, flutning efna yfir himnur, jafnvægishneigð og afturvirk kerfi. Farið er í byggingu og starfsemi þekjukerfis: lagskipting húðar og líffæri; beinakerfis: beinmyndun, flokkun beina, beinagrind, brjósk, liðir og hreyfingar; vöðvakerfis: innri og ytri gerð vöðva, vöðvasamdráttur, helstu vöðvar líkamans; taugakerfis: taugavefur, taugaboð, taugaboðefni, flokkun taugakerfis og starfsemi, skynfæri og skynjun; innkirtlakerfis: innkirtlar og virkni hormóna.
    Grunnáfangi í líffræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeirri frumustarfsemi sem liggur til grundvallar allri líkamsstarfsemi
    • starfsemi afturvirkra kerfa og grundvallaratriðum í lífeðlisfræðilegum ferlum
    • latneskum grundvallarhugtökum líffærafræðinnar
    • ytri og innri gerð líffæra þeirra líffærakerfa sem fjallað er um og latnesk heiti þar að lútandi
    • starfsemi þeirra líffærakerfa sem fjallað er um
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota latnesk heiti við að lýsa afstöðu líffæra og líffærahluta
    • rekja og útskýra meginþætti lífeðlisfræðilegra ferla
    • tengja byggingu líffæra- og líffærahluta við starfsemi þeirra
    • vinna með heimildir sem tengjast líffæra- og lífeðlisfræði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta þekkingu sína og leikni í líffæra- og lífeðlisfræði í öðrum námsgreinum
    • geta sýnt fram á hvernig lífshættir geta haft áhrif á heilbrigði líkamans
    Hlutapróf, verkefni og lokapróf