Í áfanganum er farið yfir helstu lyf sem notuð eru við hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og alnæmi. Fjallað er um lyf og lyfjaflokka, verkun lyfjanna, aukaverkanir, milliverkanir, skammtastærðir o.fl.
Æskilegir undanfarar: LÍOL2IL05 og SJÚK2GH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
áhrifum helstu hjarta- og æðasjúkdómalyfja, krabbameinslyfja og alnæmislyfja
nöfnum ofangreindra lyfja, sérheitum og samheitum
helstu skammtastærðum ofangreindra lyfja
helstu auka- og milliverkunum ofangreindra lyfja
hvernig á að leita upplýsinga um ofangreind lyf
áhrifum ofangreindra lyfja á líkamann og sjúkdómum sem lyfin eru notuð við
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita að upplýsingum um ofangreind lyf á netinu
sýna sjúklingum hvernig á að nota hin ýmsu lyfjaform ofangreindra lyfja
miðla algengum upplýsingum um ofangreind lyf til sjúklinga, þar sem við á
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra verkun ofangreindra lyfja fyrir sjúklingum
veita fræðslu og ráðgjöf um rétta og hagkvæma notkun ofangreindra lyfja
útskýra tengsl milli verkunar ofangreindra lyfja og áhrifa þeirra á líkamann