Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1366546985.9

    Fæðubótarefni og heilsuvörur
    FÆBÓ2FH05(FÁ)
    1
    Fæðubótarefni
    Fæðubótarefni, heilsuvörur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um helstu fæðubótarefni og heilsuvörur á markaðinum. Farið er í óhefðbundna notkun vítamína, steinefna og sindurvara. Fjallað er um íþróttir og notkun fæðubótarefna í íþróttum ásamt orkudrykkjum. Stuttlega er fjallað um notkun blómadropa og ilmolía. Smáskammtalækningar eru kynntar og farið í markfæði.
    NÆRI1NN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu fæðubótarefnum og heilsuvörum sem eru á markaðnum
    • verkun fæðubótarefna og heilsuvara, hugsanlegri verkun, meintri verkun, aukaverkunum, milliverkunum og skaðlegum verkunum þeirra
    • reglugerð um fæðubótarefni og skyldumerkingum á umbúðum ásamt fullyrðingum
    • vítamínum og steinefnum sem bætiefnum og mögulegra milliverkana milli þeirra
    • helstu heimasíðum stofnana og ritrýndra vísindagreina þar sem finna má viðurkenndar upplýsingar og heimildir um fæðubótarefni og heilsuvörur og innihaldsefni þeirra
    • notkun fæðubótarefna tengdum íþróttaiðkun ásamt innihaldsefnum orkudrykkja
    • notkun blómadropa, smáskammtalækninga og ilmolía
    • mögulegum virkum áhrifum fæðu eins og markfæðis
    • auglýsingaskrumi, töfralausnum, fúski og blekkingum í tengslum við fæðubótarefni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa merkingar á umbúðum fæðubótarefna
    • leita að marktækum upplýsingum um fæðubótarefni og heilsuvörur og innihaldsefni þeirra á netinu
    • greina á milli auglýsingaskrums og marktækra upplýsinga um fæðubótarefni og heilsuvörur
    • vita hvernig þekkja má muninn á fagfólki og fúskurum sem hafa með fæðubótarefni að gera
    • afla sér frekar fræðilegra upplýsinga um efnin með viðurkenndum heimildum og leggja þar með faglegt mat á nýjar vörur sem á markaðinn koma
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf og upplýsingar um fæðubótarefni og heilsuvörur
    • meta það fræðsluefni sem fylgir fæðubótarefnum og heilsuvörum
    • meta hvort merkingar séu í lagi og hvort fullyrðingar á umbúðum, í kynningarbæklingum eða hillumerkingum séu leyfilegar
    Lokapróf og/eða hlutapróf. Verkefnavinna nemenda