Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1366548128.93

    Starfsþjálfun heilsunuddara
    STÞN3SÞ18
    1
    Starfsþjálfun heilsunuddara
    Starfsþjálfun, fagmennska, heilsunudd
    Samþykkt af skóla
    3
    18
    Nemandi vinnur á vettvangi, á nuddstofu, líkamsræktarstöð, snyrtistofu, hjá íþróttafélagi, í fyrirtækjum eða öðrum þeim vinnustöðum þar sem heilsunudd er í boði. Þar starfar hann sem heilsunuddnemi í launaðri vinnu eða sem verktaki með það að markmiði að öðlast reynslu.
    Verklegir áfangar, tekið samhliða MAVE3SÞ03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • starfsvettvangi heilsunuddara
    • margvíslegum viðfangsefnum heilsunuddara
    • rekstri heilsunuddstofu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta ástand skjólstæðinga og beita viðeigandi meðferð
    • veita meðferð byggða á þeim aðferðum sem hann lærði í verknáminu
    • sjá um bókhald og rekstur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • starfa sjálfstætt eða hjá öðrum við heilsunudd
    • stofna og reka heilsunuddstofu
    • starfa af fagmennsku
    Ferilbók og staðfesting á að tilskyldum 450 tímum við heilsunudd sé náð.