Í áfanganum er fjallað um lyfjalög og reglugerðir, dreifibréf og auglýsingar sem snúa að daglegum rekstri lyfjabúða, lyfjaheildsala, lyfjagerða og sjúkrahúsapóteka. Farið er yfir lyfjalög, lyfjadreifingarlöggjöf, lög um heilbrigðisstéttir, ávana- og fíkniefnalöggöf, almannatryggingar o.fl.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lögum og reglugerðum sem lyfjatæknar eiga að vinna eftir
lögum um almannatryggingar
skilyrðum sem lyfjabúðir, lyfjaheildsölur, lyfjaframleiðslufyrirtæki og sjúkrahúsapótek þurfa að uppfylla til að geta starfað samkvæmt lögum
reglugerðum sem gilda á mismunandi vinnustöðum lyfjatækna
reglugerð sem gildir um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir
mismunandi heilbrigðisstéttum og lögum sem þær starfa eftir
mismunandi tegundum lyfseðla og reglum sem gilda um afgreiðslu þeirra
ástæðu fyrir lyfseðilsskyldu og eftirritunarskyldu lyfja
skráningarferli lyfja
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita að upplýsingum um lyfjamál í lögum og reglugerðum
veita upplýsingar um efni sem tengjast lyfjalögum og reglugerðum
veita upplýsingar um niðurgreiðslukerfi lyfja
yfirfara lyfseðla og leiðrétta í samráði við lyfjafræðing
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir tengslum lyfjamála og samfélags hér á landi
starfa á mismunandi vettvangi lyfjamála í anda þeirra laga sem gilda á viðkomandi vinnustað