Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist dýpri og sérhæfðari þekkingu á myndvinnslu og geti nýtt hana í öllum færniþáttum bæði tæknilega og listrænt við eigin listsköpun. Skoðaðar verða ljósmyndir ýmissa listamanna og velt fyrir sér hvernig sú vinnsla gæti verið með þeim verkfærum sem við höfum. Nemendur spreyta sig síðan á því að túlka í ljósmyndum og orðum eigin verk og annarra ásamt því að setja upp sýningu með eigin verkum.
Inngangur að listum
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
því hvernig hægt er að beita myndvinnslu til að skapa listljósmynd
því hvernig hægt er að móta eigin stíl með myndvinnslu
samsettum ljósmyndum (photomontage)
fjölbreyttum orðaforða um myndvinnslu til að afla sér frekari þekkingar
konsept hugsun
vinnuumhverfi, hugbúnaði og verklagi
að geta miðlað skriflega og með listljósmyndum eigin hugmyndum
mismunandi nálgun listljósmyndara við listsköpun
að þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
á að meta eigið vinnuframlag
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita skapandi hugsun
skipuleggja vinnuferli við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu listljósmyndaseríu eftir eigin hugmynd
tjá sig um eigin sköpun
nýta sér hugarflæði í hugmyndavinnu
leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
sýna frumkvæði og sjálfstæði í grunn vinnubrögðum listljósmyndunar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera skapandi í hugsun
skapa listljósmyndir
vera meðvitaður um menningarlegt hlutverk listsköpunar
fullvinna hugmyndir undir leiðsögn kennara
tjá sig hiklaust um eigin sköpun við aðra viðmælendur
skapa eigin verk byggt á eigin listrænum styrk undir leiðsögn kennara
skilgreina eigin verk
standa að sýningu þar sem nemandinn miðlar listrænum styrk sínum
kynna eigin verk og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um verk annara
tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum um myndlist við ólíka viðmælendur
leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
meta eigið vinnuframlag.
Í áfanganum er leiðsagnarmat með símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa einnig að standast mætingarkröfur áfangans.