Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á þeim eðlisfræðistærðum sem snúa að afl- og hreyfifræði. Nemendur eiga að geta gert greinarmun á stigstærð og vektorstærð og geta nefnt grunneiningar SI einingakerfisins og unnið með þær. Í áfanganum læra nemendur hugtök hreyfi-, afl- og varmafræðinnar og kynnast þeim með því að gera tilraunir þar sem þeir læra að umgangast mælitæki og skynjara á ábyrgan hátt. Í tilraunum eru notaðir sérstakir hreyfi-, kraft-, þrýstings- og hitaskynjarar sem nemendur geta tengt við sínar eigin tölvur. Nemendur læra að safna gögnum og vinna með þau í þar til gerðum hugbúnaði. Lögð er áhersla á að nemendur læri skipulögð vinnubrögð, skili öllum útreikningum og kunni að skrifa einingajöfnur til að sjá samhengið milli mismunandi eðlisfræðistærða. Nemendur eiga að geta tjáð sig lipurt bæði munnlega og skriflega um þau efni sem tekin eru fyrir.
Meginmarkmið áfangans er að nemendur þekki vel sambandið milli hreyfi-, afl-, og varmafræðinnar og skilji hvernig einingar eru byggðar upp úr grunneiningum, skilji og geti notað lögmálin og formúlur til að leysa vandamál og reiknað dæmi.
Inngangur að náttúruvísindum
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
einingakerfi raunvísindanna
muninum á stigstærð og vektorstærð
eðlismassa
hugtökum hreyfifræðinnar s.s. hraði og hröðun
krafthugtakinu skilgriningunni á 1 N krafti
1., 2. og 3. lögmáli Newtons
hvað er átt við með orkuvarðveislu
hugtökunum vinna, orka, afl og nýtni
hvernig orka breytir um form og varðveitist í lokuðum kerfum (t.d. hvernig stöðuorka breytist í hreyfiorku)
þrýstingi í vökva og gasi
ástandsjöfnunni og lögmáli Daltons
fyrsta meginlögmáli varmafræðinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
finna út eðlismassa á hlutum
nota hreyfijöfnurnar til að reikna hraða, tíma, færslu, upphafshraða, lokahraða og hröðun hluta sem hreyfast eftir beinni línu
reikna út krafta sem verka á hluti á hreyfingu
nota 1., 2. og 3. lögmál Newtons við úrlausn verkefna
framkvæma mælingar á hlutum sem hreyfast eftir beinni línu
skrá niðurstöður mælinga á skipulagðan hátt
tjá sig munnlega og skriflega um hugtök afl- og varmafræðinnar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra munnlega og skriflega hugtök afl- og varmafræðinnar með því að taka dæmi úr daglegu lífi
skiptast á skoðunum og bregðast við viðmælendum sínum
sýna fram á lögmál afl- og varmafræðinnar með því að gera tilraunir einn eða í samstarfi við aðra
leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
meta eigið vinnuframlag
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.