Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367118735.93

    Módel teikning
    MYNL2MT05
    1
    myndlist
    Módel teikning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Alhliða þjálfun í teiknifærni. Nemendur þjálfa hæfileikann til að umbreyta þrívíðu formi í tvívíða teikningu og nota ýmsar hjálparaðferðir til þess að efla sjónskilning og sjónminni. Teikning fjölbreyttra manngerðra hluta, náttúruforma og umhverfis. Áhersla lögð á fríhendisteikningu. Mælingar og hlutföll, stefnur og staðsetning hluta í rými. Unnið með gagnsæishugsun og formgreiningu, mótun og efnisáferð með blæbrigðaríkri skyggingu. Mannslíkaminn er teiknaður, beinagrindin könnuð og teiknað eftir lifandi módeli. Teiknað er eftir lifandi fyrirmynd, beinagrind og ljósmyndum, með m.a. viðarkolum, blýanti, bleki og málningu. Nemendur ígrunda verk sín í samvinnu við kennara og aðra nemendur. Nemendur vinna svo á sjálfstæðan hátt að fullunnu lokaverki þar sem þeir hagnýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér. Áfanginn miðar einnig að því að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa hugmyndir sínar án þess að hræðast útkomuna.
    Inngangur að listum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum teikningar
    • sjónskilning og sjónminni
    • sjálfstæðum vinnubrögðum
    • vinnuumhverfi,vinnutækjum og áhöldum teikningar
    • notkun blýanta og kola
    • grunnþáttum formgreiningar og teikningar
    • mismunandi nálgun listamanna við teikningu
    • beinabyggingu mannslíkamans
    • mikilvægi aga, metnaðar, ábyrgðar og jákvæðni í vinnubrögðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skapandi hugsun
    • skissu og teiknivinnu
    • fríhendisteikningu
    • að framkalla þrívídd með skyggingu
    • myndbyggingu og uppbyggingu myndflatar
    • mælingum, hlutföllum, stefnum og staðsetningu hluta í rými
    • að efla skilning sinn á teikningu, að upplifa, skynja og túlka það sem hann sér, upplifir
    • að beita mismunandi miðlunarleiðum í listsköpun sinni
    • skilningi á formum og uppbyggingu þeirra
    • að skiptast á skoðunum og setja fram hugmyndir sínar
    • að bregðast við viðmælendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna fríhendis
    • nýta reglur, form og lögmál teikningar í eigin listsköpun
    • teikna lifandi módel
    • vinna á persónulegan hátt með eigin hugmynd og útfæra hana í myndverki með tilliti til formgreiningar og blæbrigðaríkrar skyggingar
    • fullvinna lokaverk undir leiðsögn kennara
    • að skapa verk byggð á eigin listrænum styrk undir leiðsögn kennara
    • skilgreina eigin verk
    • standa að sýningu þar sem nemandinn miðlar listrænum styrk sínum
    • kynna eigin verk og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um verk annara
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    • meta eigið vinnuframlag
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á vinnusemi, sköpun og áræði. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.