Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1367121426.64

  Starfsnám í skóla og upplýsingatækni
  TILV1SN05
  1
  Tilveran
  Starfsnám í skóla og upplýsingatækni
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Náms- og starfsfræðsla þar sem nemandinn kynnist helstu reglum sem gilda um mannleg samskipti á vinnustað. Fræðsla um réttindi og skyldur starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Farið verður yfir öryggis- og umhverfismál, hættur og hollustu. Hlutverk stéttarfélaga kynnt. Farið yfir launaseðil. Einnig verður kennd almenn notkun upplýsingatækni.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tilgangi starfs og mikilvægi þess í tengslum við önnur störf
  • helstu atriðum sem taka ber tillit til við starfsval
  • öryggi og hollustuháttum á vinnustað
  • réttindum og skyldum launþega
  • launaseðli og merkingu hans
  • helstu launþegasamtökum og hlutverki þeirra
  • helstu atriðum upplýsingatækni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þekkja sterkar hliðar sínar í tengslum við starfsval
  • vega og meta aðstæður á vinnustað með t.t. öryggismála
  • nýta helstu ritvinnslu og reikniforrit
  • nota forritið PhotoStory sem tæki til að kynna sig
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • þekkja rétt sinn og skyldur á vinnumarkaði
  • lesa úr einföldum launaseðli ...sem er metið með... umræðum og verkefnum
  • velja sér starf við hæfi ...sem er metið með... umræðum og verkefnum
  • þekkja almenn öryggisatriði á vinnustöðum ...sem er metið með... umræðum og verkefnum
  • geta sótt sér upplýsingar hjá launþegasamtökum
  • þekkja muninn á upplýsingatækni í leik og starfi
  Kennslunni er skipt upp í lotur. Hver lota stendur yfir í mánuð. Kennt er í bekk með umræðum, stuttum fyrirlestrum, myndbandasýningu og töflukennslu þar sem áhersla er lögð á að kryfja efnið til að dýpka skilning. Nemendur vinna verkefni frá kennara saman í hóp eða einir eins og hverjum hentar. Í lok hverrar lotu taka nemendur lotupróf eða vinna verkefni og kynna sem mynda lokaeinkunn.