Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367833921.21

    Tann- og munnsjúkdómafræði 1
    TAMS3TT05(FÁ)
    2
    Tanntækni
    Tannáta, forvarnir, tannholdssjúkdómar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um hlutverk tanna, uppbyggingu tanna, heiti tanna og flata, myndun tanna og tanntöku. Fjallað er um orsök og afleiðingu sjúkdóma í munni, tannsýklu, bakteríur, sýnatöku, sýrustig, tannstein, tannátu og áhrifaþætti. Gerð er grein fyrir úrkölkun, uppbyggingu tannholds, tannvegssjúkdómum, forvörnum gegn tannvegssjúkdómum, meðferðarúrræðum, aðgerðum og eftirliti. Fjallað er um mikilvægi munnvatns, orsakir munnvatnsskorts, hjálparefni gegn munnvatnsskorti, glerungseyðingu, mataræði og tannheilsu, flúor, munnhirðu, hjálpartæki til munnhirðu, efni til munnhirðu ásamt áhrifum veikinda og öldrunar á munnhol.
    HBFR1HH05, NÆRI1NN05, NÁTT1EE05, áfanginn er tekinn samhliða SKRÁ2TT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu tanna og vefja í munni
    • myndun tanna og vefja í munni ásamt hlutverkum þeirra
    • orsökum og afleiðingum tannátu
    • orsökum og afleiðingum tannvegssjúkdóma
    • orsökum og afleiðingum glerungseyðingar
    • munnvatni og skorti á því
    • forvörnum vegna tannátu, tannvegssjúkdóma og glerungseyðingar
    • flúor
    • áhrifum veikinda og öldrunar á munnhol
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla þekkingu um tennur og vefi í munni
    • útskýra hvernig tannáta verður til og hvað þættir hafa áhrif á tannátutíðni
    • útskýra hvernig tannvegssjúkdómar verða til og áhrifaþætti
    • útskýra hvernig forvarnir gegn tannsjúkdómum geta komið að notum
    • útskýra virkni munnvatns á tannheilsu
    • geta rakið orsakir glerungseyðingar og forvarnir
    • geta tengt mataræði og tannheilsu
    • nota hjálpartæki og efni til munnhirðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • upplýsa aðra um orsakir og afleiðingar sjúkdóma í munnholi
    • geta greint á milli forvarnaaðgerða og lagt gagnrýnið mat á hver er vænleg til árangurs við að bæta tannheilsu
    • leiðbeina um notkun hjálpartækja og efna til munnhirðu
    • geta nýtt sér þekkingu á tannheilsu í raunhæfu umhverfi
    Lotupróf, hópverkefni, kennaraeinkunn, einstaklingsverkefni og lokapróf.